Takmark á niðurhali

Elsku vinir,
 
Yndislegur kúnni benti okkur á að einhver hafi deilt hlekk á niðurhal á uppskrift, og auðvelt væri að finna skjalið með fljótlegu gúgli.
 
Í bili hefur elsku Liljan okkar verið tekin úr sölu og allir hlekkir sem við höfum sent út gerðir óvirkir, þeir sem hafa verslað Lilju geta þó alltaf haft samband til að fá senda uppskriftina aftur.
 
Okkur þykir miður að þurfa að setja takmark á niðurhal, en héðan í frá er einungis hægt að sækja hverja uppskrift 3 sinnum áður en hlekkur verður óvirkur. Þetta gerum við að erlendri fyrirmynd og ráðleggingum og til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur.
 
Ef einhver lendir hinsvegar í vandræðum og þarf að opna hlekkinn sinn, þá má alltaf hafa samband við okkur, og við opnum aftur :)
 
Kær kveðja, 
Ólöf Inga og Ella Magga