Anna Margrét

Anna Margrét heiti ég, er 30 ára, skipstjóri og hjúkrunarfræðingur að mennt, vinn við hið síðarnefnda á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.


Ég byrjaði að prjóna þegar ég lærði það í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík árið 2010 og hef ekki stoppað síðan og get ekki setið yfir sjónvarpi eða neinu án þess að vera með eitthvað í höndunum. Þá tók ég lopapeysuæði og framleiddi þær í massavís.

Ég var á ferjunni Baldri á sumrin og fékk að nota stímvaktinar í brúnni til að vinna í prjóninu. Mér finnst skemmtilegast að prjóna smábarnaföt, helst peysur og gefa vinum og vandamönnum. Uppáhaldsgarnið mitt er að sjálfsögðu Lerke, en ég er líka mikill aðdáandi alpakka silke og merino.

- Anna Margrét Pálsdóttir -