Berglind

Berglind

Ég er fædd og uppalin á Grundarfirði, en hef búið síðustu 17 árin á Akranesi. Bý þar með sambýlismanni mínum honum Bergþóri og strákunum okkar þremur, Viðari Jarli (10 ára), Eysteini Una (3 ára) og Ægi (10 mánaða).

Prjónaáhuginn kviknaði árið 2009 þegar ég var ólétt af elsta stráknum mínum. Fyrstu flíkurnar voru ónothæfar, svo agalegar voru þær. En ég gafst ekki upp og færði mig yfir í lopann, prjónaði margar fallegar lopapeysur og lærði réttu handtökin.

Þegar ég varð síðan ólétt af öðrum stráknum mínum árið 2015 fer ég á fullt í fíngerðari prjónaflíkur, prjónaði margt á soninn. Var samt sem áður enn þá í frekar einföldum prjónaskap. Hafði einhvernveginn ekki hugrekki í að demba mér í flóknari flíkur.


Svo þegar ég varð ólétt af þriðja prinsinum þá átti prjónið hug minn allan og ég fór að prjóna flóknari flíkur. Hætti að vera hrædd við uppskriftirnar og þá kom í ljós að flest er bara tiltölulega einfalt, það er bara að byrja.

- Berglind Bergsdóttir -