Ella Þóra

Ella Þóra

Ég er Skagakona sem er ný flutt aftur heim á Akranes eftir 19 ár í burtu. Bjó í Reykjavík til 2012 en þá flutti ég til Noregs en þar bjó ég í 6 1/2 ár.

Ég hef alltaf prjónað eitthvað síðan ég var barn. Tekið mér mislangar pásur sem gátu varið í nokkra daga upp í nokkur ár. Þegar ég varð ólétt af eldri syni mínum byrjaði ég að prjóna af alvöru og jókst bara eftir að sá yngri fæddist.

Í byrjun mars 2018 brýt ég mig illa og varð föst heima í margar vikur, nánar til tekið nokkra mánuði. Það bjargaði mér alveg að hafa prjónana, sérstaklega meðan eg var að mestu alveg rúmföst. Hver flíkin af fætur annarri var kláruð.

Kynntist Ellu Möggu i gegnum snappið, fór að fylgjast með henni og er hún fór að hanna uppskriftir keypti ég Víðir af henni. Hugsa að það hafi verið í nóvember eða desember 2018 sem hún hafði samband og spurði hvort ég væri til í að prufuprjóna fyrir þær frænkur. Ekki stóð á svari og hef ég prufuprjónað fyrir þær síðan. Elska hvað uppskriftirnar eru auðveldar og fallegar.

Synir mínir tveir njóta góðs af prjónaóðu mömmunni, börn vinkvenna minna úti í Noregi sem og börn bróðir míns. Er minna að prjóna á mig en ég prjónaði á mig Brim sem ég elska.
Held að strákunum mínum mun ekki vanta prjónapeysur næstu árin😉

- Ella Þóra Jónsdóttir -