Helga Hillers

Helga Hillers

Ég hef prjónað svo lengi sem ég man eftir mér, en sennilega hef ég verið 6-8 ára þegar mamma kenndi mér að prjóna. Ég prjónaði og heklaði á Barbie dúkkurnar mínar og seinna á dúkkur systur minnar. Ég studdist aldrei við uppskriftir en mamma kenndi mér að prjóna peysu ofan frá - einfalt : ef maður fitjar upp og það passar um hálsinn á viðkomandi, skiptir í fram- og bakstykki, ermar og laska þá er þetta ekkert mál = peysan passar 😊

Það var ekki fyrr en ég var um tvítugt að ég fór að prjóna eftir uppskriftum og þá á systur mína, frændsystkyni og í sængurgjafir. Þegar ég gekk svo með syni mína þá prjónaði ég á þá ungbarnapeysur, sokka, húfur og svo leikskólapeysur. Nú eru komnir tveir ömmu drengir sem ég prjóna á, enda með eindæmum skemmtilegt að prjóna á börn.
Ég hef líka prjónað nokkrar lopapeysur á sjálfa mig, ættingja og vini en barnafatnaður er það skemmtilegasta 😊

Ég get eiginlega ekki ímyndað mér lífið án prjóna eða handavinnu yfirleitt. Er alltaf með amk eitt ef ekki tvö stykki með mér hvert sem ég fer, og fyrir mér er þetta hin fullkomna slökun.

- Helga Hillers -