Kennslumyndbönd

Það kemur fyrir að maður rekst á eitthvað nýtt, já eða að fattarinn er pínu langur  þegar uppskrift er lesin. Þá er voðalega gott að geta smellt á hlekk og horft á kennslumyndband.

Við ætlum að reyna að safna nytsamlegum kennslumyndböndum hér, hver veit nema við gerum okkar eigin seinna meir. Þangað til verða hlekkir á annarra vinnu að duga.

Silfurfit (w. German twisted cast on) er mjög gott teygjanlegt uppfit.

Styttar umferðir (e. German short rows) eru frábærar til að hækka buxur að aftan og gera pláss fyrir rass og t.d hækka hálsmál að aftan.

Fölsk flétta / plat kaðall (e. Eyelet mock cable) sem er notað í t.d Líf og Hólmarann

Vöffluprjón (e. Smock stitch) er notað í meðal annars Öldu, Hafrót og Hafrúnu. 

Tvöfalt uppfit (magic cast on) er eins og lykkjað hafi verið saman 2 uppfit.

Teygjanleg affeling (icelandic bind off)  er mjög góð í hálsmál, neðst á  bol og ermar eða húfur prjónaðar ofanfrá, í raun allastaðar þar sem þörf er á teygjanlegri affellingu.

Útaukning til hægri og vinstri: Notað td. í laska.

Við munum svo reyna að bæta við listann eftir því sem við á. Ef ykkur finnst eitthvað vanta þá endilega sendið okkur línu.