Knillax samprjón (KAL)

Við erum reglulega með eitthvað skemmtilegt á prjónunum, með ykkur. 

Endilega meldaðu þig í samprjónshópinn og viðburðinn og vertu með.


Við tökum stöðuna á föstudögum....

Reglur:
-Má ræða að vild í Knillax samprjónshópnum, við reynum að aðstoða eftir megni, eins fljótt og hægt er, en besta er að geta hjálpast öll að :)
-Til að vera með þarf að hafa keypt uppskrift (ekki fengið hjá öðrum).
-Til að eiga möguleika á vinning þarf að setja mynd í viðburð (svo margir í hópnum að það er orðið erfitt að halda utan um þar).
-Á samfélagsmiðlum notum við #KnillaxKAL þá er svo auðvelt að sjá hvað aðrir eru að gera :)

Kær kveðja,

Ólöf Inga og Ella Magga