Ólöf Inga

Ólöf Inga er meðal annars lærður textílhönnuður og handavinnukennari frá Danmörku. 

Ólöf hefur prjónað frá unga aldri og átt handvinnu sem sameiginlegt áhugamál með ömmu sinni og langömmu. En hún prjónaði sína fyrstu flík án uppskriftar (vettlinga með útsaumuðu blómi á handarbakinu) aðeins 11 ára gömul. Þeir urðu ákaflega fínir þökk sé lærimeistaranum henni "ömmu á Dalvík".