Prufuprjónarar Knillax

Við erum svo lánsamar að hafa fengið til liðs við okkur hóp af dásamlegum konum á öllum aldri. Þær eru allar ótrúlega natnar, nákvæmar, klárar og smekklegar en á sama tíma snöggar og til í hvað sem er. 

Þær taka sér tíma í að skrifa skýrslu um hverja uppskrift, koma með tillögur að breytingum, bæði á flíkinni og orðalagi, sem við svo notum til at gera uppskriftirnar eins fallegar, villulausar og auðlesnar og mögulegt er. 

Þær eiga því mikið þakklæti skilið <3