Skilmálar

Almennt:
Knillax áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending vöru:

Allar uppskriftir eru sendar rafrænt (PDF) á uppgefið netfang strax við greiðslu. Hægt er að hala skjalinu niður 3 sinnum, áður en hlekkurinn verður óvirkur. 

Við tökum fagnandi öllum ábendingum um það sem betur má fara, ef ábendingar berast og við teljum þurfa að laga uppskrift, útskýra betur eða setja betri myndir mun uppfærsla verða send sjálfkrafa á alla þá sem áður hafa verslað vöruna, með skýringu aftast á því sem hefur verið breytt/bætt.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Skilaréttur á ekki við um rafrænar uppskriftir. Hinsvegar hvetjum við kaupendur til að hafa samband og við munum gera allt til að leita lausna, uppfylli uppskrift ekki væntingar eða þarfnist þær frekari útskýringa. Knillax leggur sig fram við að koma til móts við viðskiptavininn.

Verð:
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld:
Öll verð í netversluninni eru með 11% VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Persónuupplýsingar og trúnaður:
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði er varðar allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar óviðkomandi undir neinum kringumstæðum. En gæti hinsvegar verið notaðar af forritum tengdum vefsíðunni (nánar undir vefkökum).

Allar greiðslur fara fram í öruggri greiðslugátt Valitor.

Vefkökur:
Vefsíða okkar safnar sjálfkrafa vefkökum (e. web cookies) til að gera upplifun þína á síðunni sem besta og hjálpar stjórnendum hennar að greina notkun síðunnar.

Knillax heitir að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarlög.

Lög og varnarþing:
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Póstlisti:
Þegar þú skráir þig á póstlista samþykkir þú að fá fréttir og annað frá okkur reglulega. Þú getur þó alltaf skráð þig af póstlista snúist þér hugur með því að smella á afskrá hnappinn neðst í fréttabréfinu.

Ef einhverjar spurningar vakna má endilega senda tölvuóst á knillax@knillax.is, hafa samband hér á síðunni eða gegnum skilaboð á Facebook.

Knillax ehf.
Kringlunni 7
103 Reykjavík

KT. 541118-0120
VSK nr. 133046