Um Knillax

Knillax er stofnað af frænkunum Ellu Möggu og Ólöfu Ingu.

Hugmyndin er að skapa verslun, samfélag og vináttu í kringum hönnun og sölu prjónauppskrifta, þekkingu, reynslu og annað tengt prjónaskap.

Knillax er sett saman út orðunum KNIT - CHILL - RELAX og það er einmitt það sem við ætlum okkur. Nota prjónið til að slaka á, vera í núinu, njóta og drekka kaffi. Hver veit svo nema við laumum okkur í súkkulaðimola.

Reglulega verða send út fréttabréf til þeirra sem skráðir eru á póstlista, þar sem má finna ýmis tilboð og glaðninga, sem eingögnu eru fyrir póstlistann.

Knillax er einnig á instagram og þætti okkur vænt um ef þið mynduð merkja myndir tengdum knillax með:
#knillax
#nafnáuppskrift (dæmi #læðingurpeysa)