Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"
Dýrafjör "þín eigin peysa"

Dýrafjör "þín eigin peysa"

Verslun
Ella Magga
Verð
1.250 kr
Tilboðsverð
1.250 kr
VSK innifalinn

Krakkar bara elska svona myndapeysur. Ég man eftir mínum stelpum biðja um blómapeysuna eða  bangsapeysuna. Nema Dísin mín hún vildi bara lopapeysu 😊 Þessi er líka svo frábær að það er hægt að gera fullt af mismunandi peysum svo litli dýrgripurinn getur átt alls konar útgáfur af uppáhalds peysunni sinni <3

Peysan er prjónuð ofan frá og niður með útaukningum í berustykkinu, en það er auðvelt að snúa uppskriftini við og byrja neðan frá ef þér finnst það þægilegra. Hún er líka frekar einföld að prjóna og gott fyrir byrjendur í munsturprjóni að spreyta sig. Ég bjó til peysu A fílapeysu, B riseðlupeysu og C fiðrildapeysu og þó svo þetta sé sama uppskriftin þá eru peysurnar mjög ólíkar.

Stærð:            1 , 2 , 3, 4 ,5, 6 ára     

Garn:  Pernilla frá Filcolana, 100% hrein ull. Garnið fæst á http://www.maro.is/    

Magn í gr:     Aðallitur: 150 til 250,  Munsturlitur 50 gr í allar stærðir.   

Prjónafesta:   22/10 á prjóna nr. 4 //  175metrar í 50 gr