Loki, hneppt peysa
Loki, hneppt peysa
Loki, hneppt peysa
Loki, hneppt peysa
Loki, hneppt peysa

Loki, hneppt peysa

Verslun
Ella Magga
Verð
950 kr
Tilboðsverð
950 kr
VSK innifalinn

Loki, bubblupeysa! Allir krakkar þurfa að eiga bubblupeysu svo ég ákvað að skrifa uppskrift af einni góðri. Þessi er svo tilvalin á röltið í Smáralind eða í heimsókn til frænku.  Bubbluprjónið hefur verið vinsælt í alls konar flíkum, enda krúttlegt og skemmtilegt prjón.

Loki er prjónuð ofan frá og niður, listar meðfram boðung eru prjónaðir jáfnóðum og það kemur vel út í bubblunum að hafa garðaprjón með svo það er rönd af garðaprjóni í hliðinni líka. Sléttar ermar með smá uppábroti gefa svo stæl.

 

Stærð: 6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 5, 6 ára     

Garn:     Sandnes merinoull eða sambærilegt garn. Alpakka mundi ekki henta fyrir bubbluprjón að mínu mati. Bubblurnar verða ekki eins áberandi. Mínir prufuprjónara notuð til dæmis: Dala Lerki og Smart sem kom líka vel út😊

Magn í gr:  200 til 400

Prjónafesta:   22/10 á prjóna númer 4