Þúfa peysa
Þúfa peysa
Þúfa peysa
Þúfa peysa

Þúfa peysa

Verslun
Ella Magga
Verð
950 kr
Tilboðsverð
950 kr
VSK innifalinn

Þetta krúttaða peysusnið er búin að vera mikið inn á norðurlöndunum og í boði hjá mörgum netverslunum í ýmsum töff útgáfum. Auðvitað verðum við hjá Knillax að eiga eina og tvær í fataskápinn væri ekki verra, enda leka smarteitin af þessari .

Peysan er prjónuð ofan frá og niður, með með opi að aftan, víð í sniðinu, með pífu að neðan og I cord affellingu.  Mjög auðveld og tilvalin fyrir byrjendur að spreyta sig. Prjónuð með Dale lerki, garni sem er blanda af merinoull og bómull er hún létt, hlý og praktísk. Þú getur líka valið stuttar eða síðar ermar 😊

Stærð: 0 – 6 mánaða, 6-12 mánaða, 1, 2 , 3, 4, 5, 6, 7 ára         

Garn:            Dala Lerki , 115metrar í 50 gr 

Magn í gr:   150 til 350 gr.   

Prjónafesta:   22/10 á prjóna númer 4 .