Viktoríukjóllinn
Viktoríukjóllinn
Viktoríukjóllinn
Viktoríukjóllinn

Viktoríukjóllinn

Verslun
Ella Magga
Verð
1.150 kr
Tilboðsverð
1.150 kr
VSK innifalinn

 

Viktoríukjóllinn er prinsessukjóll, þarf að segja eitthvað meira um það! Viktoría  Rós, frænka mín er sannkölluð prinsessa og ákvað ég þess vegna að tileinka henni þessa fallegu flík.

Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, í hring eftir að búið er að gera klauf í bakið, þá er pífa í mittinu og á ermum. Pífan er prjónuð sér og síðan prjónuð föst við flíkina, ekkert vesen hér. Kjóllinn er auðveldur að prjóna en samt sem áður vinna því pilsið er vítt og með blúndumunstri sem þarf að hafa hugann við á meðan þú prjónar. 

 

Stærð: 6-12 mán, 1, 2, 3, 4, 5 ára    

Garn:     Knitting for Olive Merino eða Pure silk

Magn í gr:        200 til 300 gr af uppgefnu garni

Prjónafesta:   28/10 á prjóna númer 3

 

Garnið í þennan kjól fæst í Ömmu mús